N4smSjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarin misseri unnið sjónvarpsþætti í samvinnu við sveitarfélög á Suðurlandi. Þessir þættir hafa verið afar fjölbreyttir og þeir hafa gefið góða innsýn í mannlífið í landshlutanum.

Í gær kom N4-fólkið í ML, tók viðtöl og myndaði í bak og fyrir. Heimsóknin verður síðan hluti af einhverjum þeirra þátta stöðvarinnar sem kallast Að sunnan á næstunni. Ekki er okkur kunnugt um nákvæmlega hvenær.

ML-ingar nær og fjær þekkja hér auðvitað hvern krók og kima, en það er sannarlega alltaf gaman að rifja upp og horfa til baka. Þó svo Halldór Páll og Pálmi séu enn á sínum stað, þá eru nemendurnir alltaf nýir.

pms