Lið Menntaskólans að Laugarvatni tekur þátt í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (MORFÍs) í fyrsta sinn nú í vetur. Liðið ML er komið í átta liða úrslit þar sem andstæðingarnir verða liðsmenn Menntaskólans á Akureyri. Umræðuefnið er sérstaklega spennandi að þessu sinni. ML mun mæla gegn fordómum en MA mun mæla með þeim. Það er því útlit fyrir spennandi keppni í matsal Menntaskólans að Laugarvatni miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.00.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Valgarður Reynisson