Meðal fastra liða á ML-deginum er keppni í skák og körfubolta.
Það voru 12 þátttakendur í skákinni, 8 piltar og 4 stúlkur. Kennararnir Baldur Garðarsson og Sigurjón Mýrdal héldu utan um keppnina. Sigurvegarar urðu Íris Stefánsdóttir, Grsk. Bláskógabyggðar og Bjarki Ágústsson, Víkurskóla.Ólafur Guðmundsson, íþróttakennari sá um skipulagningu og utanumhald köfuboltakeppninnar. Flúðaskóli átti góðan dag, en bæði liðin þaðan báru sigur úr býtum.
Gríma Guðmundsdóttir, námsráðgjafi bar hitann og þungann af að skipuleggja leiðsögn gestanna um skólann. Það er að mörgu að hyggja þegar tekið er á móti svo miklum fjölda fólks og allt þarf að ganga upp. Nemendur tóku virkan þátt í deginum og þeirra framlag er hreint ekki lítils virði.
pms
myndir í myndasafni