Á þriðja hundrað grunnskólanema af Suðurlandi er nú á kynna sér lífið hér á Laugarvatni. Eftir íþróttakeppnina fyrr í dag, fóru hópar um húsnæði skólans undir leiðsögn nemenda – skoðuðu heimavistirnar, sigu í kaðli, komu við hjá kennurum vítt og breitt um skólahúsið og hlustuðu á kórinn á opinni æfingu. Nú er að hefjast kvöldverður og að honum loknum streyma gestirnir niður í íþróttahús þar sem Blítt og létt, söngkeppni ML verður haldin.
Það verður dregið í efa að nokkur framhaldsskóli haldi úti annarri eins kynningu á starfi sínu, en fyrir utan ML-daginn eru allir grunnskólar á Suðurlandi heimsóttir á vorönn, auk þess sem foreldrar eru boðnir velkomnir á staðinn til að kynna sér skólann og aðstæður allar.
pms
myndir í myndasafni