Halldór Páll Halldórsson og Páll M SkúlasonMenntaskólinn að Laugarvatni fær nú að kalla sig fyrirmyndarstofnun eftir að hafa lent í 4. sæti meðalstórra stofnana í vali á stofnun ársins í Hörpu í gær.  Þetta val byggir á niðurstöðum úr könnun meðal starfsmanna stofnana og fyrirtækja.

Í þessari árlegu könnun meðal 50000 starfsmanna stofnana og fyrirtækja á landinu er spurt um þessa þætti: trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt.

Ef niðurstaða ML í einstökum þáttum er skoðuð miðað við allar stofnanir, óháð stærð, kemur í ljós, að þegar kemur að trúverðugleika stjórnenda lendir skólinn í 4. sæti, í þriðja sæti lendir skólinn í því sem lýtur að starfsanda og í 8. sæti í því sem lýtur að ímynd stofnunar.

Því er ekki að leyna að við erum stolt af þessum árangri skólans í samanburði við aðra, en vissum svo sem fyrir að skólinn er góður vinnustaður.  

Það má kannski segja að við séum montin í dag.

pms

nokkrar myndir frá viðburðinum í Hörpu.

p.s. Hljómsveitin Músakk sá um tónlistarflutning í Hörpu í gær, en söngkona þeirra hljómsveitar er auðvitað ML-ingur, Regína Magnúsdóttir, sem er 5 ára júbílant á þessu vori.