3N, í umsjón Heiðu Gehringer náttúrufræðikennara, hefur síðastliðið ár verið í Erasmus+ samstarfi við nemendur í Lycée Pablo Picasso í Perpignan í Frakklandi. Þessir vinir okkar heimsóttu okkur í apríl síðastliðnum og nú höfum við hlotið styrk til að heimsækja þau og halda áfram þessu skemmtilega verkefni. Við munum fara til þeirra 12. – 19. október og gista hjá fjölskyldum vina okkar. Gríma Guðmundsdóttir, frönskukennari, verður okkur til halds og trausts í ferðinni. Við hlökkum mikið til að kynnast jarð- og líffræði við Miðjarðarhafið, en einnig menningu og siðum í nýju landi. Frekari fréttir berast frá okkur í október!

Heiða Gehringer

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Erasmus+ samningurinn var undirritaður 28. ágúst 2018.