Nemendur á fyrsta ári í ML fóru á málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum síðastliðinn fimmtudag þann 4. október en kynjafræði er skylda á fyrsta ári hér í ML. Málþingið var á vegum kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennara í framhaldsskólum og var haldið í Stakkahlíð, Háskóla Íslands.
Á málþinginu voru fjögur erindi sem nemendur hlustuðu á: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talaði um kynferðisofbeldi meðal framhaldsskólanema og #sjúkást átakið, Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir fjallaði um druslustimplun, Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallaði um hinsegin málefni og dr. Eyja Margrét Brynjarsdóttir tók fyrir bakslagið við #metoo hreyfingunni.
Ferðin gekk vel og frábært að nemendur fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og hitta kynjafræðinema úr öðrum skólum.
Karen Dögg, félagsvísindakennari.