Mánudaginn 14. des. keppti  lið Menntaskólans að Laugarvatni  í annarri umferð Gettu betur. Á fjórða tug nemenda skólans fylgdu liðinu og héldu upp góðri stemmningu í sal þegar ML-liðið atti kappi við lið Menntaskólans á Akureyri. Þrátt fyrir góða frammistöðu þeirra Ísoldar Eglu, Sigríðar Magneu og Sindra Bernholt lauk viðureigninni með sigri MA 23 – 15.

 

VS