Frétt Fréttablaðsins:
Í síðustu viku veitti Þorvaldur Skúli Pálsson, doktorsnemi við Álaborgarháskóla, viðtöku styrk að upphæð 300.000 dönskum krónum, sem samsvarar rúmlega 6,5 milljónum íslenskra króna. Styrkurinn sem um ræðir kallast EliteForsk rejsestipendium og það er ráðuneyti rannsókna, nýsköpunar og æðri menntunar sem veitir hann. Morten Østergård, ráðherra rannsókna, nýsköpunar og æðri menntunar í Danmörku, og Jóakim Danaprins afhentu styrkinn í Ny Carlsberg Glyptotek í Kaupmannahöfn að viðstöddu fjölmenni.
Styrkinn hljóta mjög hæfileikaríkir doktorsnemar. Er þeim uppálagt að nýta hann til lengri námsdvalar við bestu rannsóknaraðstæður sem völ er á. Styrkþegar eru valdir úr hópi allra doktorsnema í Danmörku og eru á þessu ári 17 að tölu. Þorvaldur Skúli er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þenna n styrk . Hann er 32 ára gamall.
Verkefnið sem Þorvaldur Skúli vinnur að ber heitið Pelvic Girdle Pain – Sensory and Motor Aspects. Þar rannsakar hann nokkra þætti sem hugsanlega liggja til grundvallar verkjum frá mjaðmagrind.Styrkinn hyggst Þorvaldur Skúli nota til að standa undir kostnaði við rannsókn sem verður framkvæmd við Curtin University of Technology í Perth í Ástralíu, í samvinnu við rannsóknahóp semhefur talsverða reynslu af rannsóknum á mjóbaks- og mjaðmagrindarverkjum.
– hhs
Hér er viðtal við Þorvald í tilefni af styrkveitingunni.