SIJÍ dag er brotið blað í sögu skólans með því Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við embætti forsætisráðherra.

Sigurður Ingi lauk stúdentsprófi frá skólanum vorið 1982, nam síðan dýralækningar og starfaði að því búnu sem slíkur þar til hann var kjörinn oddviti Hrunamannahrepps, en því starfi gegndi hann þar til hann settist á þing.

Hann hefur ávallt borið hag skólans fyrir brjósti, var lengi formaður skólanefndar og á reyndar enn sæti í nefndinni.

Skólinn óskar Sigurði Inga velfarnaðar í vandasömu starfi.

pms