Menntaskólinn að Laugarvatni mun taka þátt í MORFÍs (Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna) í fyrsta skipti nú í vetur. Undirbúningur stendur yfir og eru þeir nemendur sem vilja taka þátt fyrir hönd skólans beðnir um að fylgjast vel með á næstunni. Nú á dögunum sóttu 2 nemendur og væntanlegur þjálfari liðsins dómaranámskeið á vegum stjórnar MORFÍs. Sú þekking mun vonandi nýtast vel við þjálfun ungra mælskusnillinga á næstunni.
Á námskeiðinu, sem haldið var í húsnæði Verslunarskólans, var einnig dregið í 16 liða úrslit þar sem Menntaskólinn að Laugarvatni mun mæta Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi. ML fékk heimavallarréttinn og munum við því eiga von á skemmtilegri heimsókn í nóvember eða byrjun desember.
VR