ML tekur þátt í „Umhverfis Suðurland“ verkefninu, sjá https://umhverfissudurland.is/ , en þar vinna sveitarfélög á Suðurlandi að því að hreinsa umhverfi sitt á þessu 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Í tengslum við þetta fóru nemendur ML út að plokka síðastliðinn föstudag í tilefni Alheimshreinsunardagsins 15. september, eða world clean up day. Þessi atburður er haldinn um heim allan og milljónir manna hreinsa umhverfi sitt á einum og sama deginum. Plokkið tókst vel í góðu veðri og skemmtilegum félagsskap. Þann 19. september munu svo nemendur skólans fá fyrirlestur um plastlausan september frá fulltrúa þess verkefnis, sjá https://plastlausseptember.is/ .

Heiða Gehringer náttúrufræðikennari