MORFÍs* lið Menntaskólans að Laugarvatni sigraði lið Menntaskólans á Ísafirði með 1342 stigum gegn 1273 á fimmtudagskvöld. Stuðningsmaður ML, Sunneva Björk Helgadóttir, var jafnframt valin ræðumaður kvöldsins.
Keppnin var liður í 16-liða úrslitum MORFÍs en áður höfðu Laugvetningar sigrað lið Fjölbrautaskólans við Ármúla í 32-liða úrslitum. Lið ML er þar með komið í 8-liða úrslit og mætir þar Menntaskólanum í Reykjavík.
Lið ML skipa þau Alexander Vigfússon, Anna Elísabet Stark, Rúnar Guðjónsson og Sunneva Björk Helgadóttir. Þeim til aðstoðar eru , auk Valgarðs Reynissonar kennara, Helgi Þorsteinsson (stúdent 2009) og Halldóra Þórdís Skúladóttir (stúdent 2013)
VR/pms
*MORFÍs (svona fyrir þau ykkar sem ekki eruð viss): Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.
MYNDIR (Alexander Ágúst Arnarsson)