Síðastliðið fimmtudagskvöld sigraði MORFÍs-lið Menntakólans að Laugarvatni lið Menntaskólans á Egilsstöðum í æsispennandi keppni. Umræðuefnið að þessu sinni var „leyndarmál“ og mæltu ME-ingar með en ML-ingar á móti. Að lokum munaði einungis 50 stigum á liðunum, sem þykir lítið í keppni sem þessari. Heildarstigafjöldi var 2872 og af þeim hlaut ML 1461 stig en ME 1411. ML er því komið áfram í 16-liða úrslit og mætir næst ríkjandi meisturum í Menntaskólanum í Reykjavík.
Lið ML á myndinni, frá vinstri: Helgi Jónsson, Halldóra Þórdís Skúladóttir, Margrét Helga Steindórsdóttir og Guðmundur Snæbjörnsson.
Valgarður Reynisson