Við byrjuðum skólaárið með stæl og fengum til okkar frábæra fyrirlesara sem nemendur og starfsfólk fengu að njóta.

Þorsteinn V. Einarsson fjallaði um Karlmennskuna og hvaða gjald strákar borga fyrir það að þurfa alltaf að vera stórir og sterkir til að mynda. Sólborg Guðbrandsdóttir sagði okkur frá Instagram síðunni sinni Fávitar! Þar vekur hún athygli á kynferðislegri áreitni á netinu og það er óhuggulegt að sjá mörg skilaboðin sem ungar stúlkur eru að fá. Einnig hefur þetta reynst öruggur vettvangur fyrir karlmenn að tjá sig um áreitni gagnvart sér því þarna er allt nafnlaust og hægt að tjá sig með trúnaði. Mjög verðug málefni. Bæði eru þau samfélagsmiðla aktivistar og hafa vakið athygli á jafnréttismálum.

Óhætt er að segja að mikil ánægja var með þennan viðburð og þau sjálf hafa ákveðið að auglýsa sig saman eftir heimsóknina til okkar. Við mælum hiklaust með þeim.

Karen Dögg félagsvísindakennari

Hér er viðtal við fyrirlesarana: https://www.frettabladid.is/lifid/favitar-og-karlmennskan-sameinast/?fbclid=IwAR1nXVYN83k5R_OpjlEzuZJw64-VZ-ytswdz4Rdb5TA_DJ4KkyuY1TqcQ90