Á þessari önn stóð Félag þýzkukennara fyrir stuttmyndasamkeppni, líkt og undanfarin ár. Með því að búa til stuttmynd gefst nemendum gott tækifæri til að þjálfast á skapandi hátt í tungumálinu. Við hér í Menntaskólanum að Laugarvatni létum þetta tækifæri að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur fara.
Þrettán myndir frá fimm skólum bárust í keppnina. Nemendur í þýsku 303 í ML tóku þátt og hafnaði ein mynd þeirra í öðru sæti. Hún heitir Liebe und Rache (Ást og hatur) og höfundar hennar eru Birgitta Kristín Bjarnadóttir (3N), Brynja Hrönn Rögnvaldsdóttir (3F), Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir (3N) og Jón Finnur Ársælsson (3N). Í umsögn dómnefndar um stuttmyndina segir:
„Skemmtileg mynd þar sem leikið er með kynjahlutverk á óhefðbundinn og áhugaverðan hátt. Myndin er vel leikin og metnaður er lagður í gervi, tökur, klippingu og eftirvinnslu.“
Hér er hægt að horfa á myndina frá ML: https://www.youtube.com/watch?v=ZbxNfBbg_Fg&feature=youtu.be
Í fyrsta sæti varð myndin Es geht um die Wurst frá Menntaskólanum í Reykjavík. Í þriðja sæti lenti myndin Kokkarnir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Verðlaun fyrir bestu stuttmyndinar voru veitt á Þýskuhátíðinni 2015, sem var haldin föstudaginn 17. apríl í Háskóla Íslands. Þar tóku Birgitta Kristín og Jón Finnur, fyrir hönd síns hóps, á móti bókaverðlaunum og viðurkenningarskjölum sem Thomas H. Meister, sendiherra Þýskalands, afhenti.
Áslaug Harðardóttir, þýskukennari.