dollasigurÞá er Dagamun og Dolla lokið þetta árið og allt gekk eftir vonum – sérlega vel.

Dollinn hófst kl 8:30 í morgun og lauk með pylsuveislu um hádegi.  

Keppnisfyrirkomulagið var það sama og á síðasta ári, mest áhersla lögð á allskyns skapandi verkefni og þrautir: hönnunarþraut, leiklistarþraut, tónlistarþraut, ljósmyndaþraut, og teiknimyndaþraut. Einnig voru þarna hugarþrautir og hreystiþraut, en með henni lauk Dollanum þetta árið.

Nöfn liðanna þessu sinni voru í góðu samræmi við veðurfarið í morgun: Skafrenningur, Logndrífa, Hríðarbylur, Stórhríð, Lágarenningur, Éljagangur og Hundslappadrífa. Keppnin var afskaplega jöfn og það reyndist vera liðshrópið í lokin sem úrslitum réði, en það var Éljagangur sem stóð uppi sem sigurvegari þessu sinni.

Það er mikið af myndum frá Dagmun og Dolla á myndasvæðinu – svona fyrir áhugasama.

Í kvöld verður svo Árshátíð Menntaskólans að Laugarvatni haldin í félagsheimilinu á Flúðum.

-pms

ps. svo mál alveg láta sér vel líka með því að smella á viðeigandi hnapp hér á síðunni, er það ekki?