Tíminn líður og það styttist í það að námsmatstíminn hefjist þann 7. maí. Nám og kennsla verður áfram með rafrænum hætti eins og verið hefur og út alla önninni og einnig verður námsmat í fjarvinnu. Skipulag námsmatstímans verður birt á heimasíðu skólans um miðja næstu viku.
Útskrift er áætluð í skóladagatali 23. maí en vænta má að sú dagsetning breytist. Ákvörðun um tímasetningu, skipulag og form útskriftar á þessum sérstöku tímum verður tekin síðar.
Það er farið að vora en gleymum okkur ekki! Enn eru í gildi varúðarreglur almannavarna og við hlýðum þeim.
Halldór Páll Halldórsson, skólameistari