Í heimsókn hjá RUVNemendur 4. bekkjar í Menntaskólanum að Laugarvatni brugðu undir sig betri fæti mánudaginn 15. febrúar og lögðu leið sína til höfuðborgarinnar til að kynna sér háskólanám í HÍ og HR. Þá heimsóttu nemendur einnig Íslenska erfðagreiningu og Ríkisútvarpið.

Á öllum stöðum fengum við mjög góðar móttökur Ferð þessi er liður í lífsleikniáfanga þar sem fjallað er um náms- og starfsval. Kynningar með þessum hætti auka tvímælalaust á víðsýni nemenda og hjálpa þeim að taka ákvarðanir um framtíðina. Alls voru nemendur 41 talsins ásamt Grímu námsráðgjafa, Heiðu náttúrfræðikennara og Pálma bílstjóra með meiru.

Hópnum kom saman um að ferðin til Reykjavíkur hafi verið bæði fræðandi og skemmtileg. Myndirnar tala sínu máli.

GG

Myndir frá HÍ og HR

Myndir frá RUV o.fl.