Námsmatstíminn hófst í upphafi þessarar viku og stendur fram í þá næstu.  Nóg er að gera hjá nemendum og starfsfólki, nú sem endranær.  Endurtektir námsþátta, lokaskil sumra verkefna og sjúkrapróf verða miðvikudaginn 18. des. í næstu viku.  Í framhaldinu hefst jólafrí hjá nemendum en kennsla hefst á næstu önn samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar, á þrettándanum.

Veðurhamurinn sem fylgdi þessari djúpu lægð færist nú, þegar þetta er ritað, austur eftir landinu. Hann olli því að nokkrir kennarar sem koma að jafnaði um langan veg gistu á svonefndum kennaragangi, á skrifstofum og á kennarastofunni.  M.a. einn kennari sem á heima hér í þorpinu en komst ekki heim síðdegis í gær vegna veðurs.

Nú mun Pálmi umsjónarmaður og húsbóndi fara út að moka !

Hph