nattfatadagur2Þó svo gærdagurinn hafi kannski verið annasamur, þá er það ekki ástæða þess að nemendur og jafnvel þeir starfsmenn, sem annaðhvort mundu eftir þessum merka degi eða þá töldu sig vera að viðeigandi aldri, komu til vinnu sinnar í náttklæðnaði. Í dag er náttfatadagurinn, ein þeirra hefða sem fast er haldið í og sem virðist nú vera búin að ná smiti inn í hóp lærimæðra og lærifeðra. Undirrituðum verður hugsað til þess hvernig þeir Ólafur Briem, Haraldur Matthíasson  og Sveinn Þórðarson hefðu tekið á þessari hefð. Hefðu þeir kannski bara mætt í náttfötunum?

-pms

 

 

nattfatadagur