Thjodbjorg_frettStærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram miðvikudaginn 13. október síðastliðinn. Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti 1 keppti á neðra stigi keppninnar og varð í 17.-18. sæti af miklum fjölda framhaldsskólanema. Árangurinn veitir Þjóðbjörgu rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer í vor, um sæti í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði. Hún fetar hér í fótspor bræðra sinna sem hafa sýnt óvenjulega hæfileika í þessari námsgrein sem og öðrum. Þjóðbjörg er nemandi í fyrsta bekk náttúrufræðideildar ML en hafði lokið fyrsta áfanga í stærðfræði (STÆ 103) þegar hún kom í skólann. Verður spennandi að fylgjast með framvindu hennar í stærðfræðinni á næstu árum. Óskum við Þjóðbjörgu til hamingju með glæsilegan árangur.

 

Sigurjón Mýrdal stærðfræðikennari.