Í þessari viku var nemendum þriðja árs boðið að koma í skólann og sinna námi í verklegum greinum.

Framhaldsskólar gátu sótt um styrk í tilefni af Íþróttaviku Evrópu til að bjóða upp á heilsueflandi hreyfingu innan skólans. Við fengum Margréti Erlu Maack til að koma og vera með dans af ýmsu tagi.

Í Heilbrigðis, næringar-og matreiðslu valáfangnum var bakað, eldað og farið í konfektgerð.
Allt heppnaðist mjög vel og virkilega skemmtilegt að fá að hitta nemendur 🙂

Hér eru nokkrar dansmyndir og áhugasamir nemendur baka hér.

María Carmen