Í síðustu viku héldu 3. árs nemar í áfanganum  Afbrotafræði í fræðsluferð  í Háskóla Íslands. Þar fengu þau að hlýða á nokkra fyrirlestra á kynjafræðimálþingi,  má þar nefna sjúkást; þar sem Steinunn Gyða verkefnastýra hjá Stígamótum fjallaði um mörk óheilbrigðra og heilbrigðra samskipta og vitni í eigin máli; þar sem Hildur Fjóla doktorsnemi í réttarfélagsfræði sagði frá rannsókn sinni á upplifun þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum. Þetta var virkilega fræðandi og átti vel við í okkar námi.

Áður en þangað var haldið var stoppað á Grillhúsinu og góður matur borðaður.

Nemendur voru að sjálfsögðu skólanum til sóma og við leyfum hér nokkrum myndum að fylgja með.

Karen Dögg, félagsvísindakennari.