Heilbrigðis-næringarfræði og matreiðsla er valáfangi í 3. bekk. Við fórum í matar-og menningarferð þar sem framleiðsluaðilar og ferðaþjónustuaðilar voru heimsóttir. Pálmi Hilmarsson aðstoðaði við skipulagningu og keyrði í þessari ferð.
Fyrst lá leiðin að Friðheimum. Knútur Rafn Ármann tók á móti okkur með Healty Mary drykk og tómatsúpu með brauðstöngum, hann fór yfir sögu og starfsemi Friðheima. Við hittum fyrrum nemanda, Ólaf Bjarna, á veitingastaðum og fengum að ganga um og skoða ný húsakynni eldhúss og skrifstofuhúsnæðis. Þar tók Helena Hermundardóttir á móti okkur og þau hjónin svöruðu öllum spurningum.
Því næst var farið í Flúðasveppi. Ævar Eyfjörð tók á móti okkur, fór með okkur í kynnisferð og fræddi okkur um lífsferil sveppa.
Þriðji staðurinn sem við heimsóttum var Litli Geysir þar sem við borðuðum þriggja rétta dýrindis máltíð framreidda af yfirmatreiðslumeistara staðarins Bjarka Hilmarssyni. Hann sagði frá sögu staðarins og fór með okkur um nýuppgerð og glæsileg húsakynni Geysis Glímu.
Síðast en ekki síst komum við heim að bænum Efsta-Dal. Árni Benónýsson fór yfir ágrip af sögu Efsta-Dals og þar fengum við mysu að smakka.
Hérna má skoða nokkrar myndir úr ferðinni
María Carmen Magnúsdóttir íþrótta- og heilsufræðikennari