YRE (Young Reporters on the Enviorment) eða Ungt umhverfisfréttafólk er alþjóðleg keppni sem eflir nemendur í að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla þeim upplýsingum áfram til almennings. Landvernd heldur utan um verkefnið hér á landi og leggur áherslu á að verkefnin tengist umhverfismálum og tvinni það saman við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Í umhverfis- og vistfræðiáfanganum hjá 1. bekk var nemendum gefið tækifæri til að finna sinn miðil og sitt málefni til að rannsaka og miðla áfram. Einn hópur í áfanganum hlaut verðlaun fyrir sitt framlag í keppnina. Í hópnum eru: Helga Laufey, Hjörtur Snær, Jóna Kristín, Lingný Lára og Sesselja og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Því miður vantar Hjört Snæ á myndirnar þar sem hann komst ekki með til Reykjavíkur.
Vera Sólveig og Leó Ingi, kennarar