Ný stjórn nemendafélagsins Mímis var kjörin í gær. Félagsstjórnin samanstendur af 13 einstaklingum sem hvert og eitt gegna mismunandi embættum. Eftir talningu atkvæða kom í ljós að ný stjórn 2011-2012 er þannig skipuð:
Stallari: Alda Magnúsdóttir
Varastallari: Héðinn Hauksson
Gjaldkeri: Óskar Ásgeirsson
Skemmtinefndarformenn: Helgi Ármannsson og Þráinn Þórarinsson
Íþróttaformenn: Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Sóley Rut Þrastardóttir
Árshátíðarformaður: Jóhanna Ýr Bjarnadóttir
Skólaráðsfulltrúar: Ástrún Sæland og Linda Dögg Snæbjörnsdóttir
Vef- og markaðsfulltrúi: Þorgeir Sigurðsson
Ritnefndarformaður: Guðmundur Snæbjörnsson
Tómstundaformaður: Júlíus Grettir Margrétarson
Nýkjörinni stjórn er óskað til hamingju og velfarnaðar í starfi!