Í gær komu nýnemar á staðinn og hófu kynni sína af húsnæði skólans og ýmsu sem lýtur að skólalífinu undir leiðsögn stjórnar Mímis. Foreldrarnir sátu á meðan fund með starfsfólki þar sem farið var yfir fjölmarga þætti varðandi dvölina hér.
Í dag er svokallaður nýnemadagur, en hann felst í upplýsingafundum og hópefli.
Þegar líður á daginn koma eldri nemar á staðinn og í fyrramálið verður skólinn settur kl. 8:15 og í beinu framhaldi hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
pms