Nýnemar mæti í skólann með foreldrum/forráðamönnum sínum mánudaginn 23. ágúst kl. 15:00 og fá þeir þá úthlutað herbergi.  Er öllum boðið í kaffi og meðlæti í matsal skólans og er síðan fundur stjórnenda, húsbónda og vistarfólks, námsráðgjafa og umsjónarkennara fyrsta árs nema með foreldrum/forráðamönnum í salnum kl. 16:00.  Eldri nemendur skólans mæti síðdegis 24. ágúst.  Skólasetning er að morgni miðvikudagsins 25. ágúst, kl. 8:15, og hefst kennsla í framhaldi af því skv. stundaskrá.

 

Annað bréf verður sent í lok þessarar viku til nýnema um ýmis praktísk atriði s.s. um herbergin á heimavistum og hvernig þau eru útbúin, um upphaf skólaársins o.fl.  Bréf mun fylgja með frá húsbónda á heimavist um þvottahúsið og eins verður með bréf frá stallara – formanni nemendafélagsins Mímis um félagslífið o.fl.

hph