ML tekur þátt í Grænfánaverkefninu hjá Landvernd. Til þess þarf skólinn að vinna eftir sjö ákveðnum skrefum. Eitt skrefanna er að skapa skólanum svokallaðan umhverfissáttmála. Sáttmálinn á að lýsa stefnu skólans í sjálfbærni- og umhverfismálum en um leið vera frumlegur og skapandi. Við völdum ljóð eftir Einar E. Sæmundsen til að prýða sáttmálann okkar að þessu sinni. Ljóðið er yndislegt og maður ímyndar sér þennan mann sem hafði heyrt af fegurð Laugardalsins og hversu hrifinn hann varð þegar hann stóð á Langamel og horfði yfir dalinn. Svona líður okkur oft í ML; við horfum út um gluggann, á hverinn og vatnið og ægifagra vetrarmorgna. Hann Egill Hermannsson í 3N á allan heiður að hönnun veggspjaldsins sem sést á meðfylgjandi mynd.
Heiða Gehringer formaður umhverfisnefndar ML