Týpur í ML - líklega pönkarar.....eða?Allt er í heiminum hverfult, segir einhversstaðar. Það eru ekki lengur saumaðir öskupokar (pokar sem einhverntíma innihéldu ösku, en síðar ekki neitt, þar til pokarnir sjálfir hurfu) til að hengja aftan á grandalaust fólk. Þar með eru tengslin milli nafns þessa dags og þess sem þá fer fram, rofin. Nú heyrist hann kallaður „búningadagur“.  

Í ML hafa nemendur haldið þeim sið lengi að efna til þess sem kallað er „týpudagur“, sem alveg eins mætti kalla „tegundardag“ sem, eins og öskudagurinn kallar á búninga af ýmsu tagi. Hér kemur hver bekkur sér saman um ákveðna tegund búninga og birtist þannig á fyrirfram ákveðnum „týpudegi“. Sá dagur virðist hafa verið í dag, eins og sjá má af myndinni hér til hliðar og öðrum myndum sem urðu til í morgun.  Sannarlega var mismikið lagt í búningana, allt frá engu og upp í útpælda útgáfu viðkomandi „týpu“.  Einhverjum væri þægð í því ef starfsmenn, almennt, tækju einnig þátt í gleði þessa dags, en þeir eru annaðhvort gleymnir á daginn eða þá að uppátækið höfðar ekkert sérlega til þeirra, nema hvorttveggja sé. Nokkrir létu þó ekki sitt eftir liggja.

pms