Þér er boðið að taka þátt í örsagnakeppni!
Þátttakendum ber að skila sínu framlagi á enskri tungu í síðasta lagi þann 14. febrúar næstkomandi. Sögunum skal skilað í lokuðu umslagi í hólf enskudeildar (merkt Jóna Katrín). Bókaverðlaun eru í boði fyrir 1.-3. sæti og munu úrslit keppninar verða tilkynnt á árshátíð skólans.
Keppnisreglur: Til þess að öðlast þáttökurétt verður sagan að vera að lágmarki ein blaðsíða, en að hámarki 6 blaðsíður. Leturgerð skal vera Arial eða Times New Roman, leturstærð skal vera 12 punktar og línubil 1,5. Sögunum á að skila útprentuðum í lokuðu umslagi. Sagan sjálf skal merkt undir dulnefni og í umslagið með sögunni skal láta lítið umslag þar sem fram kemur fullt nafn höfundar (þetta er gert til þess að nafnleynd hvíli yfir sögunum á meðan lestri dómara stendur). Athugið að gæði og skemmtanagildi sögunnar vega þyngra en málfræði og stafsetning, þó er sjálfsagt að láta tölvuna (og/eða fleiri góða) lesa yfir fyrir sig.