ottarVið fengum að njóta þess hér á Laugarvatni að starfa með Óttari á árunum 2002 til 2007, en hann kenndi dönsku. Hjá okkur lauk hann starfsferlinum. 

Það er bjart yfir þeirri mynd sem við geymum af þessum ágæta samstarfsmanni, en hvar sem hann kom að fékk léttleikinn að ráða för; kímnin og græskulaust gaman létti oft lund. 

 

Hann lét það vera að taka sjálfan sig of alvarlega eins og þessi vísa hans ber með sér:

 

Að sumu leyti Óttar er
afar klár og slyngur.
Annars bara eins og hver
annar vitleysingur!
Blessuð sé minning Óttars Einarssonar.
pms