paskarNú er orðið hljótt í húsum ML. Nemendur komnir til síns heima, eða jafnvel enn lengra burtu og það sama má segja um starfsmenn. Lotan frá áramótum er búin að vera löng og margir eiga erfitt með að leyna því hve mjög þeir hlakka að skipta um gír í rúma viku. Vefstjóri óskar öllum nemendum, starfsmönnum og fjölskyldum þeirra, ánægjulegra páska, hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur.

Kennsla hefst aftur, samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 11. apríl.

Að páskaleyfi loknu taka við nokkrar vinnuvikur áður en vorannarprófin hefjast  þann 7. maí.

Brautskráning stúdenta og skólaslit verða 26. maí.

-pms