paskarnir16„Það eru að koma páskar og við nýkomin úr jólafríi!“
með þessum hætti heyrðist þetta orðað í morgun.  Einhver gæti þá sagt sem svo: „Þegar er gaman líður tíminn hratt“.  Hvað sem því líður sem sagt er, þá hefst páskaleyfi eftir kennslu í dag.

Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 30. mars, eins og stundaskrá segir til um. Þá taka við 16 kennsludagar fram að sumardeginum fyrsta, en þann dag heldur starfsfólk skólans í náms- og kynnisferð til Helsinki.  

Miðvikudaginn 27. apríl hefst skólahaldið aftur og þá taka við 12 kennsludagar fram á dimissio, þann 13. maí.

Lokanámsmat  á sér stað í vikunni 17.-20. maí, þá tekur við vika endurtökuprófa og frágangs fyrir brautskráningu og skólaslit, laugardaginn 28. maí, kl. 12 á hádegi.

 

Gleðilega páska.

pms