Í dag er síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi. Kennsla hefst að nýju þriðjudag 22. apríl samkvæmt stundaskrá. Það verður að gera ráð fyrir að nýta vel dagana í dymbilviku til að vinna í verkefnum og undirbúa að öðru leyti þann tíma sem eftir lifir skólaársins.
Vorannarprófin hefjast laugardaginn 10. maí, að undanskildum endurtöku- og sjúkraprófum, og þeim lýkur hjá 1.- 3, bekk mánudag 19. maí. Stúdentsefnin ljúka sínum prófum föstudaginn 16. maí.
Próftafla hefur verið birt og má nálgast hana hér hægra megin á síðunni.
Gleðilega páska.
pms