mmrherraKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti sér ýmsar hliðar skólastaðarins á Laugarvatni í gær að frumkvæði og í boði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Meðal annars kom hún í leikskólann Gullkistuna, grunnskólann, íþróttafræðasetur HÍ, Fontana og Héraðsskólahúsið, skoðaði Vígðulaug og kynnti sér skógrækt á svæðinu.

Kór ML flutti þrjú lög fyrir ráðherrann og fylgdarlið í Héraðsskólahúsinu, en þar kallaði skólameistari, í stuttu ávarpi, eftir niðurstöðu í málefnum Héraðsskólahússins og var ekki annað að skilja á ráðherra en að stefnt væri að því að framtíðarhlutverk hússins liggi fyrir, fyrir 60 ára afmæli menntaskólans. 

-pms

myndir frá heimsókninni í myndasafni