Þann 30. apríl síðastliðinn héldu útskriftarnemar í Menntaskólanum að Laugarvatni róðursmaraþon. Maraþonið var haldið í fjáröflunarskyni útskriftarnemanna, sem halda í útskriftarferð til Krítar 28. maí. Róið var í 24 klukkutíma samfleytt og voru alls farnar 24 ferðir fram og tilbaka, allt í allt rúmir 125 km. Björgunarsveitarbátur og tveir aðilar fylgdu allan tímann með í öryggisskyni.
Þrír nemendur í fjáröflunarnefnd þriðja bekkjar héldu utan um viðburðinn og uppsetningu á honum. Það voru þeir Egill Snær Sveinsson, Ívar Haukur Bergsson og Sölvi Rúnar Þórarinsson.
Styrkir bárust í ferðasjóð útskriftarnemanna frá fyrirtækjum sem og einstaklingum.Ívar Haukur Bergsson