Þeir eru fleiri morgnarnir en færri þetta haustið, sem fá Laugvetninga til að falla í stafi yfir samleik sólarinnar, skýjanna, landsins og vatnsins. Þar sem það var borið upp á þann sem þetta ritar, á þeim morgni sem nú er liðinn, að eitthvað skorti á hina rómantísku hlið hans, sem er auðvitað alrangt, birtist hér mynd frá morgninum og síðan má finna nokkrar í viðbót hér.
-pms