IMG_3933Það var mikið um að vera á bókasafni ML eftir hádegi s.l. þriðjudag, þegar fyrsti bekkur mætti þangað í safnkynningu, ásamt kennara sínum Aðalbjörgu Bragadóttur.

Bókasafnsfræðingur skólans bauð fyrst í Stofu íslenskra fræða og fór þar yfir ýmislegt, hjálplegt og nytsamlegt, svo safnið geti nýst nemendum sem best í námi og tómstundum.

 

Fyrst var farið yfir uppbyggingu safnsins, safnkost og flokkunarkerfi. Síðan var stiklað á stóru í sambandi við rafræn gagnasöfn, en nemendur munu fá markvissari kennslu í þeim fræðum á vorönn komandi.

Að þessu loknu fóru nemendur inn á safn og unnu þar verkefni tengd heimildaleit og uppröðun safnkosts.

Allt þetta tókst með afbrigðum vel og var mjög skemmtilegt, a.m.k. að mati bókasafnsfræðings. Krakkarnir voru duglegir og jákvæðir, spurðu heilmikið og kláruðu sig af bókasafnsverkefninu með glans!

Kann undirrituð þeim bestu þakkir fyrir ánægjulegar stundir.

 

Hér má sjá myndir af áhugasömum 1. bekkjar nemendum að vinna safnverkefnið 🙂

val.s