Síðastliðinn föstudag þann 1. mars hélt kórinn okkar fagri og góði sameiginlega tónleika í Skálholtskirkju með kórum Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í Reykjavík. Það var virkilega gaman að sjá fjölbreytt og skemmtilegt kórastarf og þá sérstaklega skemmtilegt fyrir nemendur að hittast og víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Óhætt er að segja að kórarnir séu ólíkir og hver hafi sína sérstöðu. Kórstjórar eru: Eyrún Jónasdóttir hjá ML, Hreiðar Ingi Þorsteinsson hjá MH og Lilja Dögg Gunnarsdóttir hjá Kvennó. Við leyfum nokkrum myndum að fylgja með.

Karen Dögg, verkefnastýra kórs ML.