skolasetnh12Í beinu framhaldi af morgunverði, eða kl. 8:15, setti skólameistari Halldór Páll Halldórsson skólann og lýsti 60. starfsár hans hafið. Hann fór vítt og breitt í setningarræðu sinni; fjallaði um starfslið skólans og mötuneytis, um námið, heimavistarmálin, breytingar á ýmsum sviðum. 

Innritaðir nemendur nú í skólabyrjun eru 181 og það þarf að leita til þess tíma í sögu skólans þegar hann hafði aðgang að heimavistarhúsum Héraðsskóans og áður en gagngerar breytingar voru gerðar á heimavistarhúsinu Nös til að finna fleiri innritaða nemendur.  Það er nefnilega svo, að það rými sem unglingar fyrir 20 árum gerðu sér að góðu, telst fremur þröngt í hugum unglinga nútímans.  Þegar nemendur urðu flestir á fyrri hluta tíunda áratugarins komust þeir nokkuð á þriðja hundraðið. 

Að skólasetningu lokinni hófst kennsla samkvæmt stundaskrá.

-pms

nokkrar myndir