UPPFÆRT 19. júní, kl.19:30
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vorverkin; innritun er að mestu lokið svo og því helsta í undirbúningi fyrir haustið. Umsækjendur sem eru að koma beint úr grunnskóla fá, í samræmi við vinnsluferil umsókna um framhaldsskóla, sent svarbréf með ýmsum mikilvægum upplýsingum. Það bréf verður póstlagt fyrir helgi og er það talsvert fyrr en áætlað var.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá hádegi á föstudag, 21. júní og verður síðan opnuð aftur fimmtudaginn 15. ágúst, kl. 09:00.
Við munum fylgjast með tölvupósti og svara erindum eftir því sem þörf er á, en netfangið er ml hjá ml.is
Þar með sendum við skrifstofufólkið bestu kveðjur til nemenda og samstarfsfólks og vonum að þeir njóti sumars og sólar eins vel og við hyggjumst gera.
-pms