Í gær, þann 15. febrúar kusu nemendur til nýrrar stjórnar Mímis. Það er talsvert seinna en hefðin segir til um, en nú eru þeir tímar, að hefðir taka breytingum. Það er vegna þess að námstími í skólanum hefur verið styttur úr fjórum árum í þrjú. Fyrirhugað er að stjórnarskipti í nemendafélaginu verði framvegis allmiklu síðar en verið hefur og að þessu sinni var tekið fyrsta skerfið á þeirri braut. Nýja stjórn Mímis skipa þessi:
Stallari : Sigrún Birna Pétursdóttir Einarsson 3F
Varastallari : Ingibjörg Andrea Jóhannsdóttir 2N
Gjaldkeri : Agnes Jóhannsdóttir 2N
Jafnréttis- og skólafulltrúar : Alexander Vigfússon 3F og Sunneva Björk Helgadóttir 3F
Skemmtinefnd : Gunnar Karl Gunnarsson 2F og Rúnar Ísak Björgvinsson 2N
Íþróttaformenn : Gissur Gunnarsson 1F og Halldór Fjalar Helgason 1N
Árshátíðarformenn : Bjarnveig Björk Birkisdóttir 2N og Sigurður Anton Pétursson 2N
Tómstundarformaður : Þórarinn Guðni Helgason 2F
Ritnefnarformaður : Írena Stefánsdóttir 2N
Vef- og markaðsfulltrúi : Egill Hermannsson 1N
(á myndina vantar Alexander og Sunnevu)
Nýrri stjórn er óskað velfarnaðar í starfi og fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf.
pms