lifshlaupNú hefur verið tilkynnt formlega, að nemendur og starfsfólk skólans sigruðu í Lífshlaupi framhaldsskólanna sem stóð frá 3. – 16. október, í flokki skóla með 0-399 nemendur og starfsmenn, eftir harða og tvísýna keppni við Framhaldsskólann á Húsavík. Húsvíkingum er þökkuð drengileg keppni.

Helmingur nemenda og starfsfólks skólans skráði hreyfingu sína á þessum tíma, og það er sérstök ástæða til að þakka þeim. Flestir aðrir, úr þeim 212 mann hópi frá skólanum, sem var skráður til leiks, stunda hreyfingu af ýmsu tagi, reglulega, en það eru víst bara hin skráða hreyfing sem talin er.

pms