lifshlaup verdlaunaafhendingML vann sinn flokk (skólar með 0-399 nemendur) í Lífshlaupi framhaldsskólanna með glæsibrag en næstur á eftir kom Framhaldsskólinn á Húsavík. Menntaskólinn á Egilsstöðum varð í þriðja sæti. Innanhúskeppnin í ML var hörð en að lokum var það 1. bekkur náttúrufræðbrautar sem stóð uppi sem sigurvegari. Síðasta föstudag var öllum þátttökuskólum boðið á verðlaunaafhendingu í höfuðborginni. Gríma Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla í ML, Daði Geir Samúelsson nemandi í 3.N. og Atli Geir Jóhannsson 1.N., tóku á móti veglegum gullverðlaunum fyrir hönd ML. Til hamingju ML-ingar!

GG/ÁH