Sindri Bernholt, nemandi í 2N, endaði í 4. sæti í Landskeppninni í líffræði sem fram fór 15. janúar síðastliðinn. Þeir 24 nemendur sem efstir eru í keppninni halda áfram í næstu umferð. Hún fer fram í Háskóla Íslands en ekki er komin dagsetning fyrir hana. Í þeirri keppni þurfa nemendur að leysa verklegar þrautir í líffræði. Ef Sindra gengur vel þar á hann möguleika á að komast á Ólympíuleikana í líffræði sem haldnir verða í júlí í Nagasaki í Japan (sjá hér https://ibo2020.org/en/). Við óskum Sindra innilega til hamingju með þennan árangur og alls hins besta í framhaldinu!

Heiða Gehringer,

líffræðikennari