Sindri Bernholt, nemandi í 3N, varð ásamt öðrum nemanda úr MR í fyrsta sæti í landskeppninni í líffræði 2020. Á næstu önn tekur Sindri svo þátt í verklegri keppni. Þá verður ljóst hvort Sindri fari á Ólympíuleikana í Japan næsta sumar eða ekki. Þetta er mjög spennandi og erum við afar stolt af okkar manni. Við óskum Sindra innilega til hamingju með áfangann og góðs gengis í næstu keppni.

Fyrir hönd allra í ML,

Heiða Gehringer