gudbjlaraEftirfarandi barst frá Baldri Garðarssyni, sem hafði veg og vanda af* skákmóti dagsins:

Upplýsi hér með að nemendafélagið auglýsti skákmót, sem var svo haldið, þáttaka hefði mátt vera meiri, en sigurvegari eftir bráðabana við Klemens Óla Sigurbjörnsson, varð Guðbjörg Lára Vernharðsdóttir í 1. N. Efnilegur skákmaður þar á ferð, teflir þungan rússneskan stíl að hætti Artúrs Júsopovs, enda keppir hún með loðhúfu. Það sjást nánast plógförin á taflborðinu eftir skákina, það er smám saman valtað yfir andstæðinginn án þess að hann átti sig beinlínis á því hvenær hann gerði mistökin. Klemens fann engar vinningsleiðir og lenti manni undir eftir langa stöðubaráttu. 

BG/pms

*sérstaklega var rannsakað hvort hér skyldi ritað af eða og niðurstaðan varð sú, að AF er upprunalegra og því réttara.