Um síðustu fóru nemendur í útivistaráföngum á 1. og 2. ári í skíðaferð til Akureyrar.
Lagt var af stað snemma á föstudagsmorgni og komið heim seint á sunnudagskvöldi. Nemendur fóru á skautadiskó á föstudagskvöldið og skíðuðu seinni tvo dagana í Hlíðarfjalli og var ekki annað að sjá en að flestir hafi skemmt sér vel. Margir nemendur voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og þvílíkar framfarir sem sjá mátti á þessum tveimur dögum.
Á laugardeginum var frekar hvasst, úrkoma og kalt en nemendur létu það ekki á sig fá. Pálmi beið í skálanum með heita kjötsúpu og annað gott nesti svo þar var gott að hlýja sér og hvíla sig á milli átaka.
Þegar við mættum í fjallið á sunnudeginum var dásamlega fallegt veður, nánast heiðskírt og ískalt. Nemendur fengu því að finna fyrir því ef þeir voru ekki nóg vel klæddir og voru þau ekki lengi að bæta úr því.
Frábær ferð í alla staði J
HG